Mánudagur, 14. október 2024
Varði ekki viðsnúninginn
Fróðlegur fundur var haldinn í húsakynnum okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn þar sem...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.11.2024 kl. 10:23 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 10. október 2024
Við erum á allt öðrum stað
Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.11.2024 kl. 10:23 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 8. október 2024
Fullkomlega óskiljanlegt
Tólf prósent kjósenda myndi greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt ef gengið yrði til þingkosninga nú miðað við skoðanakönnun Prósents sem birt var í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Á sama tíma myndu 18% kjósa Miðflokkinn. Þessi þróun hefur verið í gangi um hríð en þó einkum undanfarnar vikur þar sem ekki er hægt að segja annað en að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi hreinlega hrunið á skömmum tíma.
Mánudagur, 7. október 2024
Stenzt ekki stjórnarskrána
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn og snýst um það að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar innlendri löggjöf, stenzt ekki stjórnarskrá lýðveldisins. Deginum ljósara er að svo er ekki þó reynt hafi verið að þyrla upp lögfræðilegu ryki og halda öðru fram.
Laugardagur, 5. október 2024
Óvinur Ísraels og Palestínumanna
Megi Guð draga ykkur til ábyrgðar, Hamas! hrópaði ungur Palestínumaður með sáraumbúðir vafðar um annan handlegginn að Iyad Bozum, talsmanni innanríkisráðuneytis hryðjuverkasamtakanna Hamas, á blaðamannafundi á Gazaströndinni þann 7. nóvember fyrir ári síðan. Veifaði hann handleggnum í áttina að Bozum til þess að leggja áherzlu á orð sín en fundinum var sjónvarpað og náðist atvikið fyrir vikið á upptöku. Hafði ungi maðurinn rutt sér leið í gegnum mannfjöldann á staðnum til þess að koma á framfæri skilaboðum sínum.
Fimmtudagur, 3. október 2024
Treystandi fyrir stjórn landsins?
Formanni Viðreisnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, hefur orðið nokkuð tíðrætt á kjörtímabilinu um að það þurfi einfaldlega að fara að stjórna þessu landi eins og hún til að mynda orðaði það í grein á Vísir.is fyrr á árinu. Þar beindi formaðurinn spjótum sínum að ríkisstjórninni sem sannarlega er hægt að gagnrýna fyrir ýmislegt. Hins vegar er vandséð að Þorgerði og flokki hennar væri betur treystandi fyrir stjórn landsins.
Miðvikudagur, 2. október 2024
Stærra mál en Icesave og þriðji orkupakkinn
Málið sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn er miklu stærra en bæði Icesave-málið og þriðji orkupakki Evrópusambandsins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi í Icesave-málinu sem snerist þó einungis um eina tiltekna lagagerð sambandsins. Tilskipun þess um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi mikla hagsmuni í orkumálum en snýst þó að sama skapi um afmarkað regluverk.
Þriðjudagur, 1. október 2024
Hljómar kunnuglega ekki satt?
Mjög langur vegur er frá því að helztu lögspekingar landsins séu einróma í þeirri afstöðu að rétt sé að frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn, verði að lögum þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um annað. Frumvarpið felur sem kunnugt er í sér að bundið verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn hafi forgang gagnvart innlendri lagasetningu.
Fimmtudagur, 26. september 2024
Kæra sig ekki um evruna
Meira en fjórðungur ríkja Evrópusambandsins hefur ekki tekið upp evruna þrátt fyrir að ríkin séu öll fyrir utan eitt lagalega skuldbundin til þess. Í meirihluta tilfella vegna þess að þau hafa einfaldlega ekki viljað það. Vitanlega er áhugavert í ljósi áherzlu hérlendra Evrópusambandsinna á inngöngu í sambandið, einkum og sér í lagi til þess að geta tekið upp evruna, að ríki sem þegar eru innan þess kæri sig ekki um hana.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2024 kl. 10:42 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 24. september 2024
Hvað segir það um málstaðinn?
Ég á enn eftir að hitta þann aðila í viðskiptalífinu sem vildi frekar 29 tvíhliða viðskiptasamninga í stað eins, sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á málþingi í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins fyrr á árinu þar sem hún beindi spjótum sínum að þeim sem bent hafa á mikla og vaxandi ókosti aðildar Íslands að samningnum. Hins vegar er vandséð hvað ráðherrann átti við enda virtist hann hafa verið að halda því fram að heyrði EES-samningurinn sögunni til þýddi það meðal annars endalok Evrópusambandsins.