Laugardagur, 3. ágúst 2024
Milli vonar og ótta
Horft fram á veginn mun þýzkt efnahagslíf halda áfram að sveiflast á milli vonar og ótta. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu hollenzka alþjóðabankans ING á stöðu mála í hagkerfi Þýzkalands sem birt var 30. júlí síðastliðinn. Þar segir enn fremur að stöðnun hafi ríkt í þýzku efnahagslíf undanfarin ár með litlum eða engum hagvexti. Hagkerfið er raunar minna í dag en það var fyrir tveimur árum síðan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.8.2024 kl. 14:08 | Facebook