Föstudagur, 9. ágúst 2024
Hvar er restin af könnuninni?
Munurinn á fjölda þeirra sem eru annað hvort andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða hlynntir henni er einungis 6,8 prósentutig stuðningsmönnum inngöngu í vil ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem birtar voru í byrjun júlí. Samkvæmt þeim eru 42,5% hlynnt inngöngu en 35,7% andvíg. Kjöraðstæður hafa þó verið fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Stríð í Evrópu, háir vextir hér á landi og há verðbólga sem er að vísu á niðurleið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.8.2024 kl. 14:08 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 6. ágúst 2024
Hryllir við tilhugsuninni
Við skulum orða þetta svona. Þrátt fyrir að flestir sjómenn hafi orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með útlit samningsins hryllir þá flesta við þeirri tilhugsun að ganga aftur í Evrópusambandið og myndu ekki styðja neitt sem myndi leiða til þess, sagði Mike Park, framkvæmdastjóri Scottish White Fish Producers Association, við fréttavefinn Politico.eu í janúar 2021 spurður um sýn brezkra sjómanna á samning ráðamanna í Bretlandi við sambandið um útgöngu landsins úr því (Brexit) með tilliti til sjávarútvegsmála
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.8.2024 kl. 14:08 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 3. ágúst 2024
Milli vonar og ótta
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.8.2024 kl. 14:08 | Slóð | Facebook